Viðburðir og ferðir framundan

Nýjustu fréttir eru að finna á Facebook síðunni okkar

Facebook síða félagsins, smellið hér á texta!

 

 

 

Ferðanefnd og stjórn eru búin að funda og vetrarstarfið byrjar 12. sept. með opnu húsi í Sigfúsarhúsi kl. 13:00.  Dagskrá vetrarins verður hefðbundin, félagsvist á þriðjudögum og á miðvikudögum opið hús. Nánari dagsskrá verður sett inn á fimmtudag 6. sept. 2018 undir liðnum dagsskrá.

Heimsókn eldri borgara Hornafirði

Laugardaginn 15. september komu félagar frá Hornafirði í heimsókn og þáðu kaffi og meðlæti í Sigfúsarhúsi. Var tekið á móti þeim með harmonikuleik og voru þeir fljótir að sækja harmoniku í rútuna og taka lagið líka. Það var mjög glatt yfir hópnum og efti veitingarnar fóru þeir að skoða safnið undir leiðsögn Guðmundar Sveinssonar og síðan var lá leiðin í Randúlfshús á Eskifirði en þar var snæddur kvöldverður fyrir heimferð. Það var virkilega gaman að þessari heimsókn og greinilega góð stemming í hópnum.

Ferð til Akureyrar 31.okt – 2. nóv

Farið verður með rútu frá Sigfúsarhúsinu kl.09:00 31.okt. Komið við á Selhótel í Mývatnssveit og þar verður hægt að fá sér súpu eða bara rétta úr sér um stund.Við komuna til Akureyrar verður farið beint á Hótel Kea og skrá sig inn og koma farangri í herbergi. Frjáls tími til kl 18:00 þá verður sameiginlegur matur á Hótel Kea. Á fimmtudaginn verður farið á söfn og fl. skemmtilegt gert td. Farið í búðir á Glerártorgi. Sameiginlegur kvölverður á hótel Kea. Félag eldri borgara Norðfirði greiðir fyrir rútuna en annann kostnað greiða þátttakendur sjálfir.

 

Haustferð til Akureyrar 31 okt – 2. nóv 2018

Lagt af stað frá Sigfúsarhúsi kl. 9.oo miðvikudaginn 31. okt

Stutt stopp á N! á Egilsstöðum ef þarf

Borðaður hádegisverður í Selinu við Mývatn.
Súpa dagsins og brauð kr: 1.440

Komið til Akureyrar ca. á bilinu 14-16

Frjáls tími fram að kvöldverði kl. 19.oo

Matseðill:
Lambakjöt með tilheyrandi
Súkkulaðikaka og kaffi í eftirrétt
Verð: 7.500

Við erum búin að fá sal hjá KEA til að vera útaf fyrir okkur eftir matinn þessi 2 kvöld
og þar verða einhverjar uppákomur skilst mér.

Á fimmtudagsmorgun kl. 11.oo verður farið á Norðurslóðasafnið.
Aðgangseyrir kr: 1.500
Borðaður hádegismatur þar: Fiskibollur kr: 1.500

Eftir þetta er frjáls tími og ef einhverjir vilja fara á Glerártorg er rútuferð þangað .
Rúta tilbaka á Hótelið eftir samkomulagi um tíma.

Kvöldverður óákveðin þetta kvöld en ræðum það síðar

2. nóv lagt af stað frá hóteli kl. 12.oo

Á heimleið verður stoppað á Skjöldólfsstöðum í kaffi og eplaköku.

Mætum með góða skapið og skemmtum okkur !!!!!!!!!!

Jólahlaðborð á Capítano 9. 12. 2018

Jólahlaðborð Félags eldriborgara Norðfirði verður á Capítano 9. des 2018 kl 18.00

Kostnaður á mann kr.5500

Vinsamlegast skráið ykkur hjá formanni fyrir 5. des.

Maren Ármannsdóttir sími 8246684

Jólahlaðborðið tókst mjög vel 40 manns mættu og var almenn ánægja með matinn og þjónustuna.

 

Þorrablót á Hótel Hildibrand 15.feb. 2019

Blótið hefst kl. 18:00 og verð á mann er kr.5,900   Vinsamlegast skráið ykkur í Sigfúsarhúsi eða hafið samband við formann í síma 8246684.

Hefðbundinn þorrablótsmatur með kartöflum, rófustöppu og uppstúf.

Dagsskrá hefðbundin með fjöldasöng og góðri list og eftir matinn spila harmonikuunnendur fyrir dansi í ca. 1 klst.

 

VORDÆGUR 1.-6.APRÍL, 29.APRÍL – 4.MAÍ OG 6.-11.MAÍ 2019 FYRIR HELDRI BORGARA

Dvöl mun gleðja aldna og unga
apríl sólin vermir heit,
víkja burtu vetrar drunga
,,Vordægur”  í Mývatnssveit

Kristján frá Gilhaga

Frábærir dagar í Mývatnssveit með skoðunarferðum. Jónas Helgason og Þóróddur Þóroddsson frá Grænavatni sjá um leiðsögn.Skemmtanastjórar eru Kristján frá Gilhaga og Sigurður Tryggvason frá Lundi.  Dagsetningar fyrir Vordægur 2019 eru 1. til 6. apríl, 29. apríl-4. maí og 6.-11.maí 2019.

Vinsamlega pantið tímanlega í síma: 464 4164.

Verð kr aðeins 75.000,- pr. mann

Innifalið í verði;5 nætur á Sel-Hótel Mývatni með morgunverði,5x2ja rétta kvöldverður eða hlaðborð, 4xmorgunleikfimi,1x skoðunaferðir með leiðsögn um Mývatnssveit,skoðunarferð með leiðsögumanni til Akureyrar, aðgangur í Fuglasafn Sigurgeirs, 1x aðgangur að Samgönguminjasafninu á Ystafelli,1xaðgangur á Norðurslóðasafnið á Akureyri, hádegisverður á Akureyri,hádegisverður í Mývatnssveit, 2x súpa í hádegi á Sel-Hóteli, skemmtun úr héraði, fyrirlestrar ásamt skemmtidagskrá öll kvöldin.

Flugfélagið Ernir býður upp á sérkjör fyrir þá sem að vilja fljúga frá Reykjavík til Húsavíkur (sækjum fólk á Húsavíkurflugvöll)

Tilboðsverð með flugi frá Reykjavík og tilbaka ásamt skutlþjónustu á Húsavíkurflugvöll ,- Sértilboð

 Dagskrá 2019

Vordægur við Mývatn 1.-6.apríl, 29.apríl-4.maí og 6.-11.maí 2019 (ath. dagskráin getur lítillega breyst)

1.og 29. apríl / 6.maí

Innritun á Sel-Hótel.  Kvöldmatur og kynning (farið yfir dagskrá vikunnar og gestir kynna sig).

2. og 30. apríl / 7.maí

Morgunmatur kl 07:30-10:00.  Morgunæfingar kl 08:30-09:00.

Slökun og samvera á Skútustöðum. Súpa á Sel-Hóteli.

Kvöldverður og kvöldskemmtun.

3. apríl / 1. og 8. maí

Morgunmatur kl 07:30-10:00. Morgunæfingar kl 08:30-09:00.

Kl. 10:00 Akureyrarferð; Keyrt verður Reykjadal um Lauga og yfir Fljótsheiði. Samgönguminjasafnið á Ystafelli heimsótt. Komið m.a. við á Norðurslóðasafninu og gefinn tími á Glerártorgi.

Hádegisverður á Akureyri.

Kvöldverður og kvöldskemmtun

4. apríl / 2 og 9. maí

Morgunmatur kl 07:30-10:00.  Morgunæfingar kl 08:30-09:00.

Kl.11:00. Skoðunarferð í Mývatnssveit

Hádegisverður í Mývatnssveit.

Fuglasafnið heimsótt.

Kvöldverður og  kvöldskemmtun.

5. apríl / 3. og 10. maí

Morgunmatur kl 07:30-10:00.  Morgunæfingar kl 08:30-09:00.

 

Slökunar- og afþreyingardagur.

Gönguferð um Skútustaði.  Súpa á Sel-Hóteli.

Kvöldverður og kvöldskemmtun

6. apríl. 4. og 11. maí

Morgunmatur kl 07:30-10:00.  Brottför þegar fólki hentar!

 

Kvöldskemmtanirnar innihalda meðal annars;Harmonikkuspil, félagsvist, bingó, vísnaskemmtun, skemmtiatriði úr héraði, fyrirlestrar, fræðsla og fl.

SEL – HOTEL MÝVATN

Ferðin á Vordægur í Sel hótel Mývatn heppnaðist mjög vel og voru þáttakendur  25 frá Norðfirði.  Farið var í ýmsar skoðunarferðir um nágrennið og svo var spilað og dansað og margt til skemmtunar á kvöldin.

TripadvisorAðalfundur Félags eldri borgara Norðfirði

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sigfúsarhúsi miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 14:00

Venjuleg aðalfundarstörf og kosning í stjórn og nefndir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close